Mýrarboltinn 2008 fer fram á Ísafirði um verslunnarmannahelgina 1.-3. ágúst
Eins og alkunna er verður mótið nú haldið í fimmta sinn og eins og undanfarin ár verður leikið á eina viðurkennda keppnissvæði landsins, í Tunguskógi í Skutulsfirði.
Dagskrá Mýrarboltans 2008 hefst á föstudagskvöldið í Kaffi Edinborg en þá verður gengið frá skráningu og armbönd og keppnisgögn afhent. Á laugardagsmorgni hefst svo spilamennskan. Búast má við að leikið verði fram undir miðjan dag. Á fyrri leikdegi verður leikið í riðlum en á sunnudag hefst útslátturinn.
Hefð er fyrir lokahófi á sunnudagskvöldið og verður sú hefð síður en svo rofin í ár. Að þessu sinni munum við verða í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Þar verður snætt, drukkið og sungið. Undir miðnætti stígur hljómsveitin Kraftlyfting á svið og leikur fram á rauða nótt. Lokahófið og ballið er innifalið í þátttökugjaldi.
Umgjörð mótsins verður umfram allt skemmtileg eins og alltaf. Að venju verður leikið á þremur keppnisvöllum í Tungudal, en þar að auki stendur til að bjóða keppendum og áhangendum upp á ýmiskonar afþreyingu meðan á móti stendur.
Engin getur gleymt drulluteygjunni frá 2007 og eru athyglisverðar nýjungar í smíðum þessa daganna. Þeir sem luma á nýjungum eru hvattir til að senda hugmyndir á
Nánari upplýsingar um mótið og skráningar á það má nálgast á þessari síðu. Þá má reikna má með talsvert tíðari fréttaflutningi af framgangi mála héðan í frá.
Upplýsingar um skráningu
Aldurstakmark á mótið er 18 ár!
|