Stjórnarmenn í Mýrarbo ltafélagi Íslands eru orðnir hársárir eftir að
hafa klórað sér í höfðinu stanslaust í tvö ár yfir undarlegum
sendingum sem þeir hafa fengið mánaðarlega frá Finnlandi. Sendingarnar
innihalda allar úrklippur úr finnskum dagblöðum sem staðkunnur þýðandi
hefur ekki náð neinu samhengi úr. Einnig er þar að finna DVD diska með
stórmyndum eins og Levottomat með Mikko Nousianen og Lauru Malmivaara
í aðalhlutverkum, rómantísku gamanmyndinni Rakkausterapiaa og
úrklippum úr 2. seríu af finnska Idolinu sem Ilkka Jääskeläinen
sigraði á svo eftirminnilegan hátt.

Sendingarnar eru stílaðar á “Mýrarboltann á Ísafirði” og berast ýmist
á bæjarskrifstofuna eða heim til einstakra stjórnarmanna. Þeim fylgja
engar útskýringar aðrar en óskiljanlegar upphrópanir eins og “Kallio
Rock”, en leit að þeim frasa á Internetinu gefur urmul af
youtube-myndböndum þar sem sami drykkjumaðurinn kastar upp við ýmis
tækifæri.

Stjórnarmenn eru orðnir forvitnir úr hófi fram og biðja hvern þann sem
kann að hafa upplýsingar um dularfulla finnska leynivininn að hafa
samband á .

Share