Um Okkur

Dagskrá

Reglur

FAQ


Miða @tix.is →


DRULLAÐU

ÞÉR

VESTUR

2 – 4 Ágúst

Verslunarmannahelgi *2019*


Mótið er haldið um verslunarmannahelgina hvert ár og hefur verið haldið á Ísafirði og Bolungarvík síðan 2004.

Mýrarboltinn er stanlaus skemmtun alla verslunarmannahelgina. Á mótssvæðinu er drullumikið stuð allan daginn, hvort sem þú ert að keppa í mýrinni eða bara að horfa á.

Bjór


2

ÁGúsT

Föstudagur


● 20:00 – 23:00 – Skráning í Einarshús

● 22:00 – Improv kvöld í Einarshúsinu

The Swan Holmes
Bellstop
Högni
Rúnar Breki
Ásta

The Swan Holmes

Högni

Bellstop

Rúnar Breki

Ásta


3

ÁGúsT

Laugardagur


● 11:30 – Bjór Jóga

með Dokkan Brugghús

● 13:00 – *Evrópumeistaramótið* í Mýrarbolta 2019

● 19:00 – Sundlaugarpartý

í musteri vatns og vellíðunar

● 23:00 – Anton Lini
Flosi V og DJ Kolka

Flosi V

Anton Lini

Sundlaugarpartý


4

ÁGúsT

Sunnudagur


● 12:00 – Krakka og unglingamót í Mýrarbolta

● 21:00 – Lokahóf Mýrarboltans

Verðlaunafhending, kærur og stanslast stuð í boði Víking brugghús

● 23:00 – Flóni og félagar

loka hátíðinni með stæl!

Flóni

REGLUR

Upphaf

 leikja, innköst, útspörk

+

Leikur hefst með því að dómarinn kastar boltanum aftur fyrir sig inn á völlinn.

Þegar skorað hefur verið mark, hefst leikur að nýju á markspyrnu frá því marki sem skorað var í. Dómari gefur merki þegar hefja skal leik að nýju.

Innköst, markspyrnur og hornspyrnur skulu teknar þannig að bolta er sleppt úr hendi og sparkað. Bannað er að skora viðstöðulaust úr slíkum spyrnum. Varnarmenn standi a.m.k. tveimur kloflengdum frá.

Í aukaspyrnum er boltanum stillt upp og spyrnt. Varnarmenn skulu þá standa a.m.k. þremur kloflengdum frá.

Vítaspyrnur skulu teknar átta álnum (rúmlega 3m) frá marklínu. Boltanum skal stillt upp og spyrnt.

Vítateigur nær tvo faðma (u.þ.b. 3m) út frá marki, og alla leið út að hliðarlínum. Markmaður og varnarmenn njóta vafans, þ.e. ef markmaður tekur boltann með höndum á grensunni, eða ef varnarmaður brýtur af sér á grensunni.

Tæklingar

+

Það er leyfilegt að ýta og stjaka við framanfrá eða af hlið. Ekki er þó ótakmarkað hversu harkalega má hrinda og er það dómarans að meta hvar mörkin liggja. Bannað er að hrinda aftanfrá.

Það er bannað að sparka í menn og kýla.

Það er bannað að toga harkalega í föt og útlimi. Þó skulu dómarar sjá í gegnum fingur sér með smávægilegt tos og nudd.

Spjöld 

og brottvísanir

+

Dómari getur gefið gult spjald leikmanni til viðvörunar þyki honum það nauðsynlegt. Ástæður fyrir gulu spjaldi geta verið ýmsar.

Meiði leikmaður annan getur dómarinn gefið honum bleikt spjald sem þýðir að hann verður að kyssa á bágtið, nema fórnarlambið þvertaki fyrir slík atlot. Neiti leikmaður að kyssa á bágtið skal gefa honum svart spjald (sjá neðar).

Brjóti leikmaður illa af sér með kýlingum, spörkum, grófu peysutogu eða niðurrifi aftan frá, og/eða ræni annan leikmann upplögðu marktækifæri eða svívirði og niðurlægi dómara eða vallarstarfsmenn skal dómari sýna honum svarta spjaldið sem þýðir að leikmaðurinn þarf að leika með hauspoka í 2 mínútur. Sá sem hauspokann ber verður að vera inni á vellinum, fari hann útaf kemur hann ekki aftur inná (nema hann fari óvart út af sökum slæms skyggnis).

Gerist leikmaður sekur um svívirðilegan og/eða síendurtekinn dónaskap gagnvart öðrum leikmönnum, dómara, starfsmönnum eða gestum getur dómari vísað honum úr leiknum með því að sýna honum öll þrjú spjöldin í einu. Lið fær þá ekki að setja nýjan mann inn á í hans stað. Í framhaldinu tekur drullusokkaráð, sem í eiga sæti núverandi og fyrrverandi drullusokkar og aðalritari Mýrarboltafélags Íslands, ákvörðun um það hvort leikmaður fái frekari refsingu, t.d. leikbann eða útilokun frá leikjum dagsins.

Dómari!

? Ég er ekki í liði. Get ég verið með ?

Einfalt: Þú sendir okkur póst á [email protected] eða mætir á skráningarkvöldið og lætur drullusokkinn vita að þig vanti lið. Það eru alltaf bæði skraplið og lið sem vantar liðsfélaga, bæði karla- og kvennamegin, svo þetta er ekkert vandamál.

? Hvað mega margir vera í liði ?

Engin takmörk eru fyrir fjölda skráðra í lið en einungis 6 eru inná í einu í hverju liði.

? Mega stelpur og strákar vera saman í liði ?

Stelpur mega vera með í liðum í karladeild en strákar mega ekki vera í liðum í kvennadeild.

? Hvar fæ ég armböndin mín og er hægt að bæta við liðsmönnum fram á síðustu stundu ?

Armböndin eru afhent skráningakvöldi Mýrarboltans í Einarshúsi á föstudagskvöld. Þeir sem mæta mjög seint geta fengið sín armbönd gegn framvísun skilríkja hjá mótsstjórn á keppnissvæði á laugardegi. Hægt er að kaupa fleiri armbönd á sömu stöðum og allt fram á síðustu stundu er hægt að bæta við liðsmönnum ef keypt eru auka armbönd.

? Er skylda að vera í búningum ?

Já og nei. Verðlaun eru veitt því liði sem er í flottustu búningunum og eru mörg lið, sérstaklega kvennamegin, sem leggja mikið upp úr búningagerð. Það er ekki skylda að vera í íburðarmiklum búningum, en það er samt skylda að vera í einkennandi fötum eins og samlitum stuttermabolum eða með samstæða hatta eða eitthvað þvíumlíkt.

? Hvaða titlar eru í boði ?

Það er breytilegt milli ára í hvaða flokkum aukaverðlaun eru veitt. Jafnan eru veitt verðlaunin Skítugasti leikmaðurinn. Stundum hefur skemmtilegasta liðið verið valið af sérstakri dómnefnd. Ef einhver sérstök tilþrif eru sýnd, eru oft veitt verðlaun fyrir það. Þannig fékk einn ónefndur markmaður einu sinni verðlaun fyrir að fara út af vellinum (hann hélt það væri kominn hálfleikur). Liðið hans tapaði leiknum vegna marksins sem liðið fékk á sig fyrir vikið.

? Hver er leiktíminn og hvað eru margir inná í einu ?

6 manns eru inná í einu. Flest lið hafa 10-12 leikmenn innanborðs, enda leyfilegt að skipta inná eins oft og vilji er til. Sjá síðu um reglurnar í Mýrarbolta. Leiktími er örlítið breytilegur en hefur yfirleitt verið um 15 mínútur (2X7).

? Hvernig er best að vera búinn ?

Hver og einn hefur sinn stíl í útbúnaði, en hægt er að hafa þetta í huga.

Skór: Þó sumir segi skó ekki skemmast í mýrarboltanum, er ljóst að þeir verða aldrei samir ef þeir fara í drulluna. Best er að nota gamla strigaskó. Mikilvægt er að taka með sér teip því sogið er svo mikið í drullunni að teipa þarf skóna við ökklann. Óþarfi er að vera í takkaskóm (og jafnvel verra) og legghlífar og slíkt er óþarfa pjátur. Sumir eru berfættir og líkar vel. Öðrum finnst best að vera í thermos-sokkum eða ullarsokkum, því maður er blautur í fæturna allan tímann sem maður er að keppa og milli leikja og það getur orðið kalt ef maður er í bómull.

Búningar: Sjá að ofan. Fólk er jöfnum höndum í stutterma og langerma bolum, og í stuttbuxum og síðbuxum.

Annar búnaður: Gott er að vera með nóg af ruslapokum til að klæða sig í eða setja undir sig í bílnum sem maður fær far með niðrí bæ, því þó maður fari í ána og skoli af sér er alltaf eitthvað eftir sem klínist í bílinn.

? Áfengi ?

Áfengi er leyft á hátíðinni svo langt sem það nær gagnvart landslögum en mótstjórn áskilur sér rétt til að senda fólk heim sem er sér ekki til sóma. Sá réttur hefur óspart verið nýttur í gegnum tíðina og gildir hann jafnt um þátttakendur sem gesti.

?

?