1.Taktu flugið!
Fljótlegasta og auðveldasta leiðin er að fljúga. Flugfélag Íslands flýgur tvisvar á dag til Ísafjarðar og oftar þegar þurfa þykir. Hægt er að bóka far á heimasíðu félagsins.
2. Keyrðu!
Það er líka hægt að keyra til Bolungarvíkur og er um þrjár leiðir að velja. Vinsælustu leiðirnar eru annarsvegar um Dali, Þröskulda og Ísafjarðardjúp (455 km) og hinsvegar um Dali og Dynjandisheiði (455 km). Fyrri leiðin er á malbiki alla leið en sú seinni er drjúgan hluta á möl. Gera má ráð fyrir að það taki um 5 tíma að keyra frá Reykjavík til Bolungarvíkur.
Mýrarboltafélag Íslands mælir með AVIS bílaleigunni til að nota til að drulla sér vestur. Þeir eru með frábært tilboð sem þú getur séð á heimasíðunni þeirra
View Larger Map
View Larger Map
3. Fáðu far!
Deildu bíl! Á vefnum Samferða.net er auðvelt að komast í samband við fólk sem er á sömu leið og þú. Þannig er bílferðin bæði skemmtilegri og fleiri um bensínútgjöldin.