Mýrarboltamótið 2011 gekk frábærlega. Þátttakendur voru margir, en — sem meira er um vert — afar skemmtilegir. Veðrið var gott og aðstæður allar ákjósanlegar.
Mýrarboltameistararnir, og liðið sem jafnframt hampaði mýrarboltabikarnum, stærsta bikar í íslenskri íþróttasögu, voru Aðskilnaðarsamtök Vestfjarða.
Eins og áður hefur komið fram er mýrarboltabikarinn veittur annaðhvort sigurliði karladeildar eða sigurliði kvennadeildar á grundvelli vinningshlutfalls. Bikarinn er þannig sameiginlegur fyrir báðar deildir.
FC Drulluflottar sigruðu kvennadeildina. Ofurkonur unnu til silfurverðlauna og Purple cobras náðu þriðja sætinu.
Aðskilnaðarsamtök Vestfjarða, sem ritstjórn kallar Góðtemplarasamtök Vestfjarða, vann karladeildina eftir úrslitaleik við FC Rangstæða sem unnu þannig silfurverðlaun. Píkubanar kræktu í bronsið.
Mýrarboltafélag Íslands þakkar fyrir sig og býður drullupjakka velkomna að ári, á sama tíma og á sama stað.
Viðurkenningar:
Besta liðsheildin: Team Mud Trumpet
Besti leikmaður karla: Ingó markamaður Aðskilnaðarsamtakanna (búinn að halda hreinu síðan 2007).
Besti leikmaður kvenna: Elín Marta Eiríksdóttir.
Drulluteygja karla: Daníel Þór Þorsteinsson.
Drulluteygja kvenna: Auður Anna Jónsdóttir.
Flottasta markið: Gunnlaugur Jónasson (Aggressive alpine skiing í öðru sæti).
Skemmtilegasta liðið: Píkubanar.
Flottustu búningarnir: Kropparnir.
Pétursbikarinn: Tóti kempari (g-strengsgaurinn)
Drullugasti leikmaðurinn: Eyþór Jóvinsson í Adda Magg.
Sigurvegarar í gleðideild kvenna: Frönsku fjallkonurnar.
Sigurvegarar í gleðideild karla: Aggressive alpine skiing.
Grófasta brotið: Mummi í Gentlemen’s club (fékk rassskellingu uppi á sviði að launum).
Prúðasta liðið: Sultupardusar.
![Share](/wp-content/plugins/add-to-any/share_save_171_16.png)