Mýrarboltamótið er haldið ár hvert á Ísafirði. Sex eru inná í einu, en jafnan eru liðin þó skipuð 9-15 manns, því drullan þreytir menn fljótt. Vinahópar taka sig saman og mynda lið, einstaklingar taka þátt með skrapliðum svokölluðum. Smelltu hér til að lesa reg
Á föstudeginum er skráningarkvöld, peppskemmtun og ball, ókeypis fyrir þátttakendur. Á laugardeginum er dúndurball í Edinborgarhúsinu. Á sunnudagskvöldinu er svo dú-dú-dú-dúndurball, stundum haldið í Hnífsdal, stundum á Torfnesi og kannski verður það einhvern tímann á fleiri en einum stað.
Á laugardag er stefnan að halda stærstu brennu í sögu lýðveldisins í fjörunni fyrir innan Neðstakaupstað. Sumir hafa fengið afdankaða alþingismenn til að leiða söng við slíkar brennur, en við lofum ferskum og fjörugum stjórnmálamanni. Ef enginn slíkur finnst þá leitum við einhverjum sem kann að syngja.
Íþróttafélögin BÍ og KFÍ sjá um stóran hluta undirbúnings keppninnar, en mótið er þó rekið og skipulagt af Mýrarboltafélagi Íslands, félagasamtökum Ísfirðinga sem eru ekki í þessu fyrir peninginn heldur skemmtunina og bjórinn eftirá.
18 ára aldurslágmark er á þátttöku, nema börnum er leyft að taka þátt í drulluteygjunni.
Verðskrá 2012
Skráningargjald er 8.500 kr. Innifalið er lokahóf, þrjú böll og að sjálfsögðu þátttaka í skemmtilegasta íþróttamóti ársins á Íslandi.
Hægt var að vera með í kvölddagskránum en ekki drulla sig út. Það kostar 6500 (sex og fimm). Kaupa þarf miðana á skráningarkvöldinu á föstudeginum eða á mótssvæði á laugardegi eða sunnudegi.
Aðgangseyrir bara á lokaballið er 2500. Miðinn var keyptur á ballinu sjálfu (það sem á skemmtanaiðnaðarmáli kallast hurð). Það er líklegt að fjöldinn verði svo yfirgengilegur að færri komist að en vilja.
Þátttaka í mótinu og aukagreinum var einungis heimil þeim sem er með þátttakandaarmband. Þó var ein undantekning gerð á: Börn undir 18 ára mega vera með án armbandsins. Við erum nefnilega svo barngóð. Athugið að þetta á einungis við um aukagreinar eins og drulluteygju.
![Share](/wp-content/plugins/add-to-any/share_save_171_16.png)