Evrópumótinu í mýrarbolta 2009 fór fram á verslunarmannahelginni. Mótið fór vel fram. Væta og kuldi setti strik í reikninginn fyrri keppnisdag, en seinni daginn var sólskin og hlýtt í veðri. Vellirnir fjórir voru í þyngra lagi og átti fólk oft í erfiðleikum með að losa sig úr drullunni.
Seinni daginn var keppt í drulluteygjunni, tónlist var leikin á sviði og börn og unglingar fengu að spreyta sig.
Wakiki Nullrocks sigraði karladeildina og Ofurkonur kvennadeildina. Voru liðin vel að sigrinum komin.
![Share](/wp-content/plugins/add-to-any/share_save_171_16.png)