Skráningin í mýrarboltamótið er hræðilega einföld.

1. Liðaskráning

(Þú ert hér)

2. Millifærsla

staðfestingargjalds.

Áætlaðu fjölda í liðinu eftir bestu getu, fylltu í formið og voila!, liðið er skráð.

Til þess að skráningin sé gild þarf að greiða staðfestingargjald fyrir liðið. Staðfestingargjaldið samsvarar 2 skráningargjöldum (2 * 8500) á reikning 0156-05-064523, kt. 490106-2190. Munið, fyrir alla muni, að setja nafn liðs með millifærslunni og senda staðfestingarpóst á [email protected].

Staðfestingargjaldið gildir einnig sem skráningargjald tveggja einstaklinga í liðinu. Ef liðið fellur út, er staðfestingargjaldinu haldið eftir þó að þeir sem standa fyrir liðinu fari í nýtt lið. Þetta er gert til að niðurröðun í riðla og slíkt gangi betur.

Best er að millifæra fyrir alla í liðinu í einu, en einnig er hægt að greiða á skráningarkvöldinu, á föstudeginu.

Á skráningarkvöldinu á föstudaginn eru armbönd afhent.

Þeir sem eru ekki í liði en vilja vera með í skrapliðinu þurfa ekkert að gera hér heldur geta skráð sig með því að senda tölvupóst á [email protected]. Á skráningarkvöldinu stimplar þú þig svo inn, borgar skráningargjaldið og þar verða þér gefnar frekari upplýsingar af sérstökum skrapliðsfyrirliða. Það er alltaf fullt af stöku fólki (eða fólki í litlum hópum) sem safnast í skrapliðin og er það frábær leið til að kynnast nýju fólki og hafa gaman.