Mýrarboltinn

Verslunarmannahelgin 2011


Dagskrá

Dagskrá 2011. Uppfært 27. júní. Feitletrun merkir að atriði hafi breyst frá síðustu dagskrárdrögum.

Föstudagur 29. júlí

19.00 — Skráning hefst í Edinborgarsal í Edinborgarhúsinu.

21.30 — Skráningu lýkur, stutt námskeið í mýrarboltareglum og dregið í riðla. Hvatningarsöngvar æfðir og níðsöngvar um andstæðinga sungnir.

22.00 — Bandamenn og Stjörnuryk spila í Edinborgarhúsinu fram á rauða nótt.

Laugardagur 30. júlí

10.00 — Leikir hefjast.

12.00–15:00 — Drulluteygja.

18.00 — Riðlakeppni lýkur (fer eftir fjölda liða).

22.00 — Skúli mennski og Lausu halarnir & DJ Óli Dóri spila í Edinborgarhúsinu.

Sunnudagur 31. júlí

10.00 — Úrslitakeppni hefst.

16.00 — Bikarleikur BÍ/Bolungarvíkur og KR á Torfnesi.

20.00Íþróttahúsið á Torfnesi opnar. Í ár er ekki matur á lokahófinu. Bar.

21.00 — Lokahóf hefst. Verðlaunaafhending, kærur lesnar upp eða þeim hent ólesnum í ruslið eftir atvikum. Myndasýning.

23.00 — Ball til 03:00 með Húsinu á sléttunni.

Önnur afþreying á svæðinu

  • Opið alla helgina í Sæfara þar sem hægt verður að nota aðstöðu í sjósund.
  • Jet-ski leiga.
  • Paint-ball.
  • Go-Kart.
  • North Explorers verða með ævintýraferðir alla helgina.
  • Sandkastalakeppni í Holti á laugardegi. Keppnin er fastur liður í dagskrá verslunarmannahelgarinnar á Vestfjörðum og hentar þeim sem eru með börnin með og eru ekki að keppa.
  • Beer pong mót á fimmtudagskvöldinu.
  • Tónleikar með Bergþóri Pálssyni á laugardeginum