Mýrarboltinn

Verslunarmannahelgin 2011


Kærur 2010

Mýrarboltafélagið hefur í heiðri lýðræðisleg vinnubrögð og opna stjórnsýslu. Hér fyrir neðan eru því allar kærur sem bárust mótsstjórn. Þær eru sumar skrifaðar óskýrt og tekur ritstjóri á sig allar skammir hvað varðar misritun í því sem að neðan er. Röðin á kærunum er handahófskennd og úrlausn mála af hálfu aðalritara óljós og þokukennd.

Aðalritarinn sýnir listir sínar

Addi Magg kærir Aðskilnaðarsamtök Vestfjarða

Kæra á ASV fyrir að spila ódrukknir, óþunnir og útsofnir. Þeir skulu fara niður um sæti.

FC Drulluflottar kæra Ofurkonur

Krafist er ógildingar á umræddum leik. Rökin eru eftirfarandi.

1. Birna, liðsmaður ofurkvenna, er í mótsstjórn.

2. Vanhæfi dómara vegna hjásofelsis við sakborning í sigurliði ofurkvenna ásamt tilfinningalegs ójafnvægis hans.

3. Brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. a) þar sem við fengum ekki tækifæri til að jafna metin í vítaspyrnukepninni, b) þá hafði afstaða dómaratil væntanlegs hjónabands samkynhneigðra liðsfélaga okkar bersýnilega áhrif á ákvarðanir hans í dómgæslu hvað okkur varðar. Augljóst brot á nýsamþykktum hjúskaparlögum.

Gæta verður meðalhófs við úrskurð kæru.

FC Hjálpræðisherinn kærir mótsstjórn

Kæra mótssjórn, við viljum kæra yður vegna vals á dómurum. Ekki var hægt að einbeita sér vegna kynþokka dómaranna.

FC Drulluflottar kæra Tútturnar (1)

FC Drulluflottar kæra Tútturnar fyrir óhóflega notkun á stórum túttum.

FC Drulluflottar kæra Tútturnar (2)

FC Drulluflottar kæra Tútturnar til baka fyrir að kæra okkur. Bæði lið toguðu og bæði lið fengu hauspoka. Vælivælivæl.

Hávarður Ísfirðingur kærir ASV

Stórliðið Hávarður Ísfirðingur kærir hér með úrslit leiksins við Aðskilnaðarsamtök Vestfjarða í 8 liða úrslitum evrópumeistaramótsins í mýrarbolta 2010.

Öllum þeim sem sáu umræddan leik var ljóst að dómari leiksins réði engan veginn við starf sitt og var greinilega hliðhollur liði ASV og hafa margir hlutlausir aðilar haft orð á því eftir á. Í svona stórleik verður Mýrarboltafélag [Íslands] að hafa dómara með mikla reynslu. Umræddur dómari gaf Háverðingum svarta spjaldið - hauspokann - þrisvar sinnum fyrir litlar sem engar sakir en það var aðeins verðskuldað í eitt skipti af þessum þremur. ASV pantaði dómaallan leikinn.

Eina mark leiksins var skorað eftir innkast á lokasekúndu leiksins, þetta innkast var ranglega dæmt ASV í vil en allir sáu að Háverðingar áttu að fá umrætt innkast og hefðu því úrslit leiksins ekki orðið svo ranglát ef dómarinn hefði ráðið við starf sitt.

TIl vara ætlar Hávarður að kæra skóbúnað ASV. Hann var kolólegur og þessu frábæra móti til skammar.

Einnig viljum við kæra leikskipulag á laugardegi þar sem Hávarður Ísfirðingur þurfti að bíða í 3,5 klst eftir síðasta leik þann dag sem var nota bene líka á móti ASV! Hávarðsmenn voru orðnir kaldir og of drukknir eftir þessa löngu bið eftir lokaleiknum.

Tilkynning frá Ósaflsuxunum

Ósafl[suxarnir] óska eftir vælubílnum fyrir FC Kareoki.

Yfirlýsing frá Dansdrekanum (þ.m.t. nokkrar kærur)

Dansdrekinn dansar til að gleyma. Á laugardagskvöldinu gleymdist ýmislegt og því eru kærurnar ekki fleiri en þetta.

Fyrir það fyrsta viljum við mælast til þess að allur ágóði af mýrarboltanum renni óskertur til augnaðgerða á dómurum keppninnar.

Í annan stað viljum við kæra ASV fyrir að hafa leikið knattspyrnu en ekki mýrarbolta.

Við viljum kæra vekjaraklukku barþjóns okkar, ef hann hefði verið á svæðinu hefði árangur okkar bersýnilega orðið betri, og réttir sigurvegarar komið í ljós.

Við viljum kæra bleika gaurinn [Kolbein innsk. ritstj.] fyrir að stöðva diskóið og stuðið.

Túttur kæra myndasýningu

Túttur kæra myndashow; engar myndir af Túttum.

Á vertíð kærir Gemlingana

Kæra dómnefnd. Við, Á vertíð, kærum óþroskaða framkomu Gemlingana. Þar sem við ætluðum að deila með þeim verðlaunum fyrir besta búninginn, skemmdu þeir bikarinn okkar.

Túttur kæra FC Hjálpræðisherinn

Leikur á móti FC Hjálpræðisherinn. Kært fyrir mótherja með minni túttur en við. Hneisa!

Túttur kæra FC Drulluflottar

Við fengum hauspoka þegar togað var í peysuna okkar. Hneisa!

Túttur kæra dómara

Kærum ófæran, óalandi og ólærðan dómara.

Túttur kæra völl 1

Við kærum völl 1 fyrir forarpytti og óliðlegheit!

Túttur kæra notkun á takkaskóm

Kærum óhóflega notkun takkaskóa hjá mótherjum