Mótið 2006
Fyrsti leikurinn hófst klukkan 10 um morguninn á laugardegi og var spilað linnulaust til kl. 19 þegar úrslitaleik í karlaflokki lauk með sigri Englanna á Aðskilnaðarsamtökum Vestfjarða. Þátttökumet var sett á mótinu en 28 lið tóku þátt og mörg býsna skrautleg. Mikil veðurblíða var á mótsdaginn og því mikið af fólki sem leit við inn í Tungudal til að fylgjast með herlegheitunum, en þó fór að rigna þegar leið á daginn sem gerði vellina bara enn betri.
Birgir Þór Halldórsson, þekktur sem Biggi blogg var valinn skítugasti leikmaðurinn og er hann vel af titlinum kominn, Pétur Magnússon hlaut sérstök heiðursverðlaun á lokhófinu en stjórn Mýrarboltans krýndi hann sem stuðningsmann Mýrarboltans 2006 en hann hefur reynst stjórninni haukur í horni við undirbúning mótsins.
Síðast uppfært: Mánudagur, 22. júní 2009 16:05