Mýrarboltinn

Verslunarmannahelgin 2011


Kærur 2011

Met var slegið í ár í fjölda kæra. Margar kærur voru lesnar upp á lokahófinu, öðrum hent ólesnum í ruslið. Sumar voru samþykktar, aðrar ekki.

Men in tights kæra

Men in tights leggja fram kæru á hendur Hákoni Hermannssyni, dómara, fyrir að eiga ekki tónik, greip eða lime í Samkaupum í gærkvöldi, laugardagskvöldið 30. júlí kl. 20:52. Þess er krafist, með vísan í almenn hegningarlög nr. 40/1944, að Hákon verði sendur í skóggang á Bíldudal frá og með nónbili 1. ágúst og eigi ekki afturkvæmt.

FC Falur kærir Kempurnar/Kemparana

Þrátt fyrir almenna ánægju með mótið í heild sinni, sér FC Falur sig knúið til að koma eftirfarandi á framfæri með kæru í 3 liðum.
1. FC Falur kærir hér með Kempurnar fyrir of mikið væl og tuð meðan á leik stóð og viljum við því mæla með að Kempurnar verði gerðar brottrækar úr karladeildinni og búin til sér væluriðill fyrir þá að ári.
2. FC Falur kærir Kempurnar fyrir ofnotkun á stökum g-streng. Að skipta ekki um streng á milli leikja auk almennrar sjónmengunar af völdum staks leikmanns á meðan á leik stóð.
3. FC Falur kærir Kempurnar fyrir að væla of mikið í dómara (sbr. lið 1) og almennrar óíþróttamannslegrar hegðunar meðan á leik stóð (m.a. með því að stofna til slagsmála).

Endum við kæruna með ferskeytlu tileinkaðri Kempunum
Við komum og kepptum við Kempurnar
þeir höfðu verið að reykja hempurnar
Nöldruðu mikið og vældu meira
voru verri en stelpurnar.

Bobbarnir kæra

Kærum mótstjórn fyrir að gefa skotleyfi á ólöglega keppendur í Cosmic, og kærum Cosmic fyrir að hafa verið með sandkastalakeppni í pussunum á sér.
Bobbarnir, Eva Rún fyrirliði.

Addi Magg kærir í bundnu máli

Addi Magg kærir fyrri dómarann í undanúrslitum í gleðideildinni.
Þrátt fyrir rosalegt hark
fengum við ekki dæmt mark
til að fá uppreisn æru
við leggjum fram kæru
og að dómarinn fá'í sig spark.

Fyrirliði Kempara kærir liðsmenn sína

Fyrirliði Kemparana ætlar að leggja fram kæru á lið Kempara fyrir að láta annan en fyrirliðann taka vítið í undanúrslitum.

Skraplið kvenna A kærir sig

Skraplið kvenna A kærir sig sjálft fyrir ömurlega frammistöðu. Skamm skamm.

Stelpur kæra Tóta

Allar stelpur á svæðinu kæra Tóta í Kempurunum fyrir að særa blygðunarkennd með látlausum tippasýningum!

Kæra frá Gengi Kahns

Kæra 1: Kærum mark í 1. leik; dómari sá ekki prófílinn og boltinn var að sögn sjónarvotta ekki inni.
Kæra 2: Kærum Gengi Kahns fyrir að skora ekki mark 6 á 3.
Kæra 3: Kærum mótsnefnd fyrir að setja Gengi Kahns í 16 liða úrslit án þess að hafa skorað mark.

FC Cosmic kærir

FC Cosmic leggur fram kæru á hendur Forynjum vegna kynferðislegrar áreitni inni á leikvelli. Einnig viljum við leggja fram kæru á hendur RFU Muddy fyrir að hafa gleymt að pússa á sér neglurnar, og andlitsfarði hafi ferið ófullnægjandi miðað við hvernig alvöru skvísur eiga að koma fram.

Les Femmes de la Montagne kæra

Les Femmes de la Montagne kæra völl #1 fyrir að vera of blautur. Og vegna mikillar bleytu er ein leikkona enn týnd!

Les Femmes de la Montagne kæra aftur

Les Femmes de la Montagne kæra eigin leikmann, Svölu, fyrir að vera lánskona hjá FC Cosmic og skora mark og láta þær þar með vinna riðilinn.

Nafnlaus kæra

Kærðir eru Píkubanar fyrir að bana ekki einni einustu píku.

Agressive alpine skiing kærir

Agressive alpine skiing kærir bikarinn fyrir að vera of lítinn, leka og vera óhæft drykkjarílát.

Gentlemen's club kærir

Gentlemen's club kærir fyrirliða Gentlemen's club fyrir að skora sjálfsmark, sem var eina markið sem við fengum á okkur í allri keppninni!

Skraplið kvenna A kærir dómara

Við í Skrapliði kvenna A kærum að dómari hafi ekki sett hauspoka á liðsmann okkar, Önnu Jakobínu, þegar hún átti það skilið.

Wakiki kærir alla

Við kærum öll önnur karlmannslið en Wakiki Nullrocks fyrir lélega skrift.
f.h. Wakiki
Gunnlaugur Jónasson

Í vitlausri íþrótt kærir

Kæra dómarann á velli 3 fyrir að gefa stelpunum aldrei bleika spjaldið.
Kv. Í vitlausri íþrótt

Hávarður Ísfirðingur kærir

Hávarður Ísfirðingur kærir hér með mótstjórn varðandi úrslit leiks Hávarðar Ísfirðings gegn Wakiki í 16 liða úrslitum. Þar sem völlur eitt var ekki fagmönnum bjóðandi óskar Hávarður Ísfirðingur hér með að úrslit leiksins verði dæmd Hávarði í vil.
P.S. Hávarður Ísfirðingur vill vita hvað mótstjórn fær í laun frá ASV til þess að Hávarður geti jafnað boðið og loks fengið að keppa á jafnréttisgrundvelli.
Virðingarfyllst,
Páll Ernisson, Hávarði Ísfirðingi

F.C. Kareoki kærir

F.C. Kareooki kærir gemlinga og Jóa Bæring fyrir að vera aumingjar.

Sultupardusar kæra

Fyrir hönd Sultupardusa kærir undirritaður KSÍ og KR fyrir að hafa skemmt landsbyggðarúrslitaleik í bikarnum. Hnausþykk svikamylla.
Kveðja, Mjölnismenn.
P.S. bikarinn á Akureyri!

Píkubanar kæra

Mýrarbolti er ekki alvarlegur leikur. Þó þarf að fylgja settum reglum, en Rangstæðum mistókst það hrapallega. Þeir mættu með stjörnuleikmann úr Ragnarökum, „Stoani M“ [óskýr skrift], en hann átti stóran hlut í markinu sem felldi hið stórkostlega veldi Píkubananna. Píkubanar heimta dæmdan 3-0 sigur sér í vil. Einnig viljum við að Jói Boring taki flautuna úr rassgatinu á sér og hætti að leggja Píkubanana í einelti.

Addi Magg kærir

Það var skipt um dómara í hálfleik og fyrrihálfleiksdómarinn gleymdi að láta seinnihálfsleiksdómarann vita hvað Addi Magg skoraði mörg mörk í fyrri hálfleik.

Glyðrurnar kæra

Mýrarboltaliðið Glyðrurnar leggur fram kæru á hendur mýrarboltaliði Forynja. Forynjur tóku ófrjálsri hendi 6 leikmenn Glyðranna og neyddu þær til þess að spila með liði sínu allt mótið. Ekki var einu sinni haft fyrir því að reyna að fá félagaskipti eða lánssamninga frá Glyðrum. Það var sérlega áberandi öllum þeim sem á horfðu að Glyðrurnar 6 voru gróflega misnotaðar í öllum leikjum Forynja.
Til þess að koma í veg fyrir að slík svívirðing endurtaki sig þá viljum við að Mýrarboltafélag Íslands dæmi alla leiki Forynja dauða og ómerka og að Glyðrunum verði dæmdur 3-0 sigur í öllu leikjum Forynja. Til vara, Forynjur verði látnar vera með hauspoka allt ballið.
Virðingarfyllst
fyrir hönd Glyðranna
Langi Mangi eigandi og Gló Magnaða fyrirliði.

Panther heroes kæra

Kærður er Finninn sem ætlaði heldur betru að vera með Panther heroes en sást aldrei á vellinum.

Panther heroes kæra

Kærði er Hinrik Jóhannsson fyrir að dúndra niður ungabörn.

FC Rangstæðir kæra

FC Rangstæðir kæra varamannabekk FC Rangstæðra fyrir að hafa ekki mætt og orðið eftir í Reykjavík.
Fyrirliði FC Rangstæðra.

FC Ragnarök kæra

FC Ragnarök kæra Denna fyrir að svíkja lit.

Wakiki Nullrocks kæra

Hér með leggjum við fram kæru á hendur mótstjórn. Vitandi um yfirgnæfandi íþróttahæfileika okkar leikmanna lét mótstjórn okkur ítrekað spila á velli 1 þar sem við gátum með engu móti nýtt okkur þessa hæfileika. Einnig viljum við ógilda úrslit í leik okkar í 8 liða úrslitum þar sem leikmenn Kemparanna voru allir númer 40 og gerði það þjálfara okkar erfitt fyrir að koma taktískum skilaboðum til leikmanna sinna.
Wakiki Nullrocks

Pineapple express kærir

1) Framkvæmdastjórn mótsins fyrir að hafa dómarana alltaf í gulum bolum.
2) Dómara mótsins fyri vanhæfni í að útskýra keppnisreglur á þýsku.
3) Nammibarinn fyrir dólgslæti.
Pineapple express.

Hvað er klukkan? kærir

Við í Hvað er klukkan? viljum leggja fram þrjar kærur.
1. Hvað er klukkan? vill kæra mótanefnd fyrir að vera aldrei með á hreinu hvað klukkan er.
2. Hvað er klukkan? vill kæra kvennaliðið RFU Muddy fyrir að vera í of kynþokkafullum klæðnaði sem við teljum hafa haft áhrif á frammistöðu liðsins í keppninni.
3. Hvað er klukkan? vill kæra Fuck Those Clowns fyrir að mæta ekki til leiks og við skorum þá að splæsa á okkur brennivínsskot ef þeir vilja ná sáttum.
kv. Magnús

Hluti Skrapliðs kvenna B kærir

Ég vil fyrst byrja á því að þakka fyrir frábært mót, þetta var í fyrsta sinn sem við vinirnir komum og svo sannarlega ekki það síðasta. Við vorum þrjár sem mættum, af öllu liðinu, á sunnudagsmorguninn, úr skrapliði B, og viljum við þrjár því kæra afganginn af liðinu fyrir að verða þess valdandi að við erum ekki fyrsta skrapliðið sem vann Evrópumeistarakeppnina. Þetta lið hefði átt skilið hauspoka og drullukast og hana nú.

Lilja, Sjöfn og Eva