Mótið 2008
Úrslit í kvennaflokki komu engum á óvart. Gleðisveit Gaulverjahrepps sigarði í fjórða sinn í röð. Hjá körlunum gerðust óvæntir hlutir. Flestir bjuggust við stórskotahríð frá liðum eins og Hávarði Ísfirðingi og Wakiki Nullrocks en þeir áttu ekki erindi sem erfiði og annað lið sem fyrirfram var talið sigurstranglegt sigraði. Það voru eins og flestir vita Aðskilnaðarsamtök Vestfjarða sem lagði spútniklið mótsins, Glanna, í úrslitaleik. Það er mál manna að mótið í ár sé það glæsilegasta til þessa. Góður fílíngur í mannskapnum og brakandi blíða báða mótsdagana.
Keppt var í fyrsta skipti í drulluteygju, en greinin var sýningargrein árið 2007.
Síðast uppfært: Mánudagur, 22. júní 2009 16:03