Mýrarboltinn

Verslunarmannahelgin 2011


Drulluflottar og góðtemplararnir unnu

FC Drulluflottar sigruðu kvennadeild mýrarboltamótsins í ár. Ofurkonur unnu til silfurverðlauna og Purple cobras náðu þriðja sætinu.

Aðskilnaðarsamtök Vestfjarða, sem ritstjórn kallar Góðtemplarasamtök Vestfjarða, vann karladeildina eftir úrslitaleik við FC Rangstæða sem unnu þannig silfurverðlaun. Píkubanar kræktu í bronsið.

Ekki verður gefið upp strax hvaða lið hreppir mýrarboltabikarinn og verður titlað mýrarboltameistari ársins 2011. Það verður tilkynnt í kvöld á lokahófinu.

Viðbót 1. ágúst: Þessi frétt hefur verið kærð af Aðskilnaðarsamtökunum. Þau vilja koma á framfæri að liðsmenn væru ekki góðtemplarar heldur miklir drykkjumenn sem, eftir að hafa verið feður í nokkur ár, eru orðnir vanir að vakna snemma og kveinka sér ekki yfir smámunum eins og þynnku. Ritstjórn samþykkir kæruna.