Aðskilnaðarsamtök Vestfjarða mýrarboltameistarar 2011
Mýrarboltamótið gekk frábærlega. Þátttakendur voru margir, en — sem meira er um vert — afar skemmtilegir. Veðrið var gott og aðstæður allar ákjósanlegar.
Mýrarboltameistararnir þetta árið, og liðið sem hampaði mýrarboltabikarnum, stærsta bikar í íslenskri íþróttasögu eru Aðskilnaðarsamtök Vestfjarða.
Eins og áður hefur komið fram er mýrarboltabikarinn veittur annaðhvort sigurliði karladeildar eða sigurliði kvennadeildar á grundvelli vinningshlutfalls. Bikarinn er þannig sameiginlegur fyrir báðar deildir.
Mýrarboltafélag Íslands þakkar fyrir sig og býður drullupjakka velkomna að ári, á sama tíma og á sama stað.
Síðast uppfært: Mánudagur, 01. ágúst 2011 21:19